Kvasir var í norrænni goðafræði maður skapaður úr hráka ása og vana.


Sáttagerð þeirra var að spýta í ker, en þar sem þeir vildu ekki láta hrákann týnast gerðu þeir úr honum mann, Kvasi, sem var svo vitur að hann vissi svör við öllu.


Hver erum við?


Stefna ehf. og Raförninn ehf. standa að baki Kvasi.

Raförninn

Raförninn var stofnaður árið 1984 og hefur frá upphafi leitast við að veita framúrskarandi tækniþjónustu og ráðgjöf.


Lykilviðskiptavinir fyrirtækisins hafa verið innan heilbrigðisgeirans og Raförninn hefur leitt vinnu við hönnun og uppsetningu margra myndgreiningardeilda hérlendis.


Árið 2010 var Raförninn keyptur af Verkís hf, einni af stærstu verkfræðistofum landsins, sem ásamt öðru hefur ýtt undir fjölbreyttari þjónustu fyrirtækisins og nýtingu á sérfræðikunnáttu starfsfólksins utan heilbrigðisgeirans.


Gæðamál hafa verið rauður þráður í starfseminni frá upphafi og miðar öll ráðgjöf og þjónusta fyrirtækisins að því að auka gæði og tryggja öryggi í þjónustu viðskiptavina okkar.


Stefna

Stefna er sérfræðifyrirtæki með reynslu á sviði veflausna frá árinu 2003. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri og lagt frá upphafi áherslu á víðtæka þjónustu á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar á sviði veflausna.


Frá upphafi hefur Stefna keppt að því að vinna sér inn traust viðskiptavina sinna með áreiðanleika, þjónustulund og hugvitssömum lausnum á vandamálum.


Stefna hefur unnið að fjölmörgum sérlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir og veitt ráðgjöf um rekstur upplýsingakerfa, tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum en hugsar fyrst og fremst um persónulega og vandaða þjónustu fyrir alla viðskiptavini sína.


Í dag er Stefna með þrjár starfsstöðvar, en þær eru á Akureyri, í Kópavogi og Uppsala í Svíþjóð.

Hvað gerum við?


Kvasir sérhæfir sig í sjálfvirkum lausnum tengdum bílastæðum og aðgangsstýringum.

  • Við leggjum áherslu á einfaldleika, yfirsýn og umfram allt úrvals þjónustu.
  • Sjá nánar: vörur og þjónusta.



Vilt þú hefja gjaldtöku bílastæða?


Endilega heyrðu í okkur ef þú hefur spurningar, ábendingar eða vilt vita meira um okkur.