Vörur & þjónusta
Við bjóðum búnað, uppsetningu og hugbúnað fyrir aðgangsstýringar, eftirlit og gjaldtöku.
Allur hugbúnaður er þróaður og skrifaður frá grunni af okkur því miklir möguleikar í aðlögun.

Bílastæði
Bílastæðakerfið sameinar aðgangsstýringu, eftirlit og gjaldtöku. Hægt er að stilla kerfinu upp í mismunandi pakka.
Myndavélar greina bílnúmer og er upplýsingum skilað inn í miðlægt kerfi sem heldur utan um allar heimsóknir. Yfirlit og aðrar upplýsingar eru aðgengilegar í stjórnborði á læstu svæði umsjónaraðila.
Ýmsar stillingar eru í boði í kerfinu og veitum við ráðgjöf um skilvirkustu og hagkvæmustu leið í hverri uppsetningu.
Ágóði
Með samstarfi við Stefnu Hugbúnaðarhús sem er endursöluaðili gagna úr Ökutækjaskrá Samgöngustofu er bílnúmerum flett upp sjálfvirkt eftir myndgreiningu. Ökumenn geta svo greitt fyrir heimsókn á netinu, í greiðsluvél (sé hún sett upp) eða í appi. Greiðsluvélar eru sérsmíðaðar með það að markmiði að þola íslenska veðráttu og einfaldleika í viðmóti.
Beintenging er við bókhaldskerfi og hefur Kvasir verið í samstarfi við DK hugbúnað sem hefur reynst viðskiptavinum okkar mjög vel.


Þjónusta og rekstur
Kvasir leggur mikið upp úr þjónustu og býður nokkrar útfærslur. Allt frá því að viðskiptavinur sé alfarið sjálfbjarga upp í að Kvasir sjái um bílastæðið að fullu. Þetta á við um samskipti við aðila sem nota bílastæðin, allt sem viðkemur tækjabúnaði, bókhaldi og uppgjöri.
Í samningi um þjónustuna má meta hvað hentar hverju sinni; fast mánaðargjald, hlutfall tekna eða blanda af þessu tvennu. Endanlegur rekstrarkostnaður er háður umhverfinu sem er sett upp hverju sinni.
Helstu atriði sem þar hafa áhrif:
- Fjöldi myndavéla
- Fjöldi greiðsluvéla
- Uppsetningu á búnaði
- Sérlausnir í hugbúnaði
- Tengingar við önnur kerfi
- Þjónustustig
Aðgangsstýring
Stýring getur verið mismunandi á milli bílastæða. Opnun á hliðum og hurðum eða eftirlit og sektir.
Kvasir er með app sem keyrir á spjaldtölvu og gerir aðilum sem nota bílastæði möguleika á að skrá sig inn til mismunandi aðila og fá þá úthlutaðan tíma fyrir heimsókn án greiðslu. Þessi lausn hentar vel fyrir bílastæði við skrifstofuhúsnæði sem er í samrekstri nokkurra aðila. Hægt er að stilla kerfið mikið til og yfirsýn er fyrir hvern aðila yfir sína gesti. Þannig geta fyrirtæki boðið viðskiptavinum sínum og gestum gjaldfrjáls afnot með skráningu bílnúmera í móttöku, svo dæmi sé tekið.
Gjaldtaka
Kvasir sérsmíðar greiðsluvélar með það að markmiði að þola íslenska veðráttu og einfaldleika í viðmóti. Hægt er að klæðskerasauma hugbúnað greiðsluvélanna, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.
Einnig er tenging við helstu posa og þar á meðal UX posa frá Verifone sem hentar vel fyrir greiðsluvélar utandyra.
RentalRelay
Kvasir er með tengingu við RentalRelay kerfið sem sér um að senda upplýsingar inn til bílaleiga beint niður á viðskiptamann þegar innheimta þarf sekt vegna bílaleigubíla, slík tenging eykur mjög skilvirkni og innheimtu sekta (þegar notandi hefur ekki greitt fyrir bílastæði í appi, greiðsluvél eða á netinu).