Dalvegur

Kvasir lausnir

Kvasir Lausnir sjá um aðgangsstýringu í hinu glæsilega D30 húsi

Í atvinnuhúsnæði eins og Dalvegi 30 er nauðsynlegt að stýra aðgengi á einfaldan en skilvirkan hátt. Lausn Kvasir Lausna er sérhönnuð til að mæta þessari áskorun og veitir fyrirtækjum og starfsfólki þeirra þægindi og fulla yfirsýn.


Við komuna að bílastæðasvæðinu tekur á móti notendum stór upplýsingaskjár sem sýnir í rauntíma stöðuna á lausum bílastæðum sem eru ætluð hverju fyrirtæki. Þetta kemur í veg fyrir óþarfa leit að stæði og bætir alla upplifun af komu í húsið. Að auki er kerfið byggt á sjálfsafgreiðslu þar sem fyrirtæki og einstakir starfsmenn geta sjálfir stjórnað sínum aðgangsheimildum í gegnum notendavænt vefsvæði.


Sem hluti af þessu verkefni var unnin umtalsverð þróunarvinna á stýringum fyrir hlið (bómur). Bætt hefur verið við virkni sem gerir umsjónaraðilum kleift að setja inn fastar tímaáætlanir (e. „schedule“) á hliðin. Með þessari viðbót er hægt að láta bómur opnast og lokast sjálfvirkt á fyrirfram ákveðnum tímum og dögum. Þessi sveigjanleiki gerir til dæmis kleift að hafa svæði opin yfir hefðbundinn vinnutíma en lokuð fyrir óviðkomandi umferð á öðrum tímum.


Við hjá Kvasir Lausnum erum stolt af því trausti sem okkur var sýnt í þessu verkefni og hlökkum til að sjá hvernig tæknilausnir okkar stuðla að hnökralausum rekstri og aukinni skilvirkni í hinu glæsilega D30 húsi.

Mynd af bílakjallara þar sem keyrt er milli hæða
27. ágúst 2025
Höfðatorg er ein af umferðarþyngstu og fjölbreyttustu svæðum Reykjavíkur sem hýsir bæði stórar skrifstofubyggingar, verslanir, veitingastaði og ýmsa aðra þjónustu. Af þeim sökum er mikilvægt að tryggja bæði skilvirkt og auðvelt aðgengi að bílastæðum fyrir þá sem nýta svæðið. Við hjá Kvasir Lausnum erum stolt af því að vera að vinna að innleiðingu nýs sjálfvirks bílastæðakerfis á Höfðatorgi sem mun bæta notendaupplifun og auka skilvirkni á svæðinu. Bílastæðahúsið notast við númeraplötulesara (ANPR) til að stýra aðgengi að bílastæðunum. Þetta þýðir að þegar bíll keyrir inn í bílastæðakjallarann, verður númeraplata hans skráð sjálfkrafa. Fyrirtæki verða með úthlutaðan bílastæðakvóta en fyrir umferð utan kvóta eða almenna umferð er hægt að greiða í þar til gerðum greiðsluvélum sem verða á svæðinu. Ef ekki verður greitt á staðnum þá sendist bílastæðagjald auk seðilgjalds í heimabanka eiganda bílsins. Með þessu nýja kerfi sem verður þjónustað af Checkit verða bílastæðin úthlutuð hratt og ökumenn aðgengi að bílastæðum mjög skilvirkt. Við höfum hannað kerfið með það í huga að auka flæði bíla á svæðinu og bæta þjónustuna fyrir alla sem nýta Höfðatorg. Engar tafir, engin biðröð og engin sekt. Aukalega höfum við samþætt greiðsluþjónustur frá EasyPark, sem gera það auðvelt fyrir ökumenn að greiða fyrir bílastæði beint í gegnum snjallforrit á símanum sínum og bæta þannig í fjölbreytileika leiða til að greiða. Fyrirhugað er að innleiða vefapp þar sem boðið verður að greiða fyrir stæði með QR kóða. Sjálfvirka kerfið tryggir einnig aukið öryggi fyrir alla notendur. Með nákvæmri skráningu á bílnúmerum og sjálfvirkri úthlutun bílastæða er auðveldara að fylgjast með nýtingu bílastæðanna og tryggja að þau séu nýtt á sem bestan hátt. Við erum spennt fyrir því sem þetta kerfi mun skila og hlökkum til að sjá breytingarnar sem það mun færa með sér fyrir notendur bílastæðanna á Höfðatorgi!
Söluturn með skjá og bókstafnum p á honum
8. júlí 2025
Við hjá Kvasir Lausnum erum mjög spennt fyrir nýju greiðsluvélunum sem við höfum þróað og sett á markað. Þessar vélar eru hannaðar og smíðaðar hér á Íslandi og eru bæði fullkomnar og mjög einfaldar í notkun, til að tryggja bestu upplifun fyrir viðskiptavini okkar.
Loftmynd af Kirkjusandi í Reykjavík.
8. júlí 2025
Kvasir Lausnir fagna enn einum stórum áfanga en Checkit bílastæðakerfið okkar hefur nú verið tekið í notkun í hinum glæsilega bílakjallara að Kirkjusandi. Um er að ræða einn stærsta og veglegasta bílakjallara landsins þar sem vandaður frágangur og hönnun eru í fyrirrúmi. Við erum stolt af því að bjóða notendum á svæðinu upp á fullkomna og notendavæna bílastæðalausn sem fellur vel að þessu metnaðarfulla umhverfi.
Fleiri fréttir