Dalvegur

Kvasir lausnir

Kvasir Lausnir sjá um aðgangsstýringu í hinu glæsilega D30 húsi

Í atvinnuhúsnæði eins og Dalvegi 30 er nauðsynlegt að stýra aðgengi á einfaldan en skilvirkan hátt. Lausn Kvasir Lausna er sérhönnuð til að mæta þessari áskorun og veitir fyrirtækjum og starfsfólki þeirra þægindi og fulla yfirsýn.


Við komuna að bílastæðasvæðinu tekur á móti notendum stór upplýsingaskjár sem sýnir í rauntíma stöðuna á lausum bílastæðum sem eru ætluð hverju fyrirtæki. Þetta kemur í veg fyrir óþarfa leit að stæði og bætir alla upplifun af komu í húsið. Að auki er kerfið byggt á sjálfsafgreiðslu þar sem fyrirtæki og einstakir starfsmenn geta sjálfir stjórnað sínum aðgangsheimildum í gegnum notendavænt vefsvæði.


Sem hluti af þessu verkefni var unnin umtalsverð þróunarvinna á stýringum fyrir hlið (bómur). Bætt hefur verið við virkni sem gerir umsjónaraðilum kleift að setja inn fastar tímaáætlanir (e. „schedule“) á hliðin. Með þessari viðbót er hægt að láta bómur opnast og lokast sjálfvirkt á fyrirfram ákveðnum tímum og dögum. Þessi sveigjanleiki gerir til dæmis kleift að hafa svæði opin yfir hefðbundinn vinnutíma en lokuð fyrir óviðkomandi umferð á öðrum tímum.


Við hjá Kvasir Lausnum erum stolt af því trausti sem okkur var sýnt í þessu verkefni og hlökkum til að sjá hvernig tæknilausnir okkar stuðla að hnökralausum rekstri og aukinni skilvirkni í hinu glæsilega D30 húsi.

Söluturn með skjá og bókstafnum p á honum
8. júlí 2025
Við hjá Kvasir Lausnum erum mjög spennt fyrir nýju greiðsluvélunum sem við höfum þróað og sett á markað. Þessar vélar eru hannaðar og smíðaðar hér á Íslandi og eru bæði fullkomnar og mjög einfaldar í notkun, til að tryggja bestu upplifun fyrir viðskiptavini okkar.
Loftmynd af Kirkjusandi í Reykjavík.
8. júlí 2025
Kvasir Lausnir fagna enn einum stórum áfanga en Checkit bílastæðakerfið okkar hefur nú verið tekið í notkun í hinum glæsilega bílakjallara að Kirkjusandi. Um er að ræða einn stærsta og veglegasta bílakjallara landsins þar sem vandaður frágangur og hönnun eru í fyrirrúmi. Við erum stolt af því að bjóða notendum á svæðinu upp á fullkomna og notendavæna bílastæðalausn sem fellur vel að þessu metnaðarfulla umhverfi.
Greðsluvél fyrir bílastæði
9. maí 2025
Travelers and locals visiting popular attractions in Iceland can now pay for parking at Checkit-managed sites through multiple convenient methods. These include online payments, on-site kiosks, and direct assistance via email.
Fleiri fréttir