Nýjar greiðsluvélar

Kvasir lausnir

Við hjá Kvasir Lausnum erum mjög spennt fyrir nýju greiðsluvélunum sem við höfum þróað og sett á markað. Þessar vélar eru hannaðar og smíðaðar hér á Íslandi og eru bæði fullkomnar og mjög einfaldar í notkun, til að tryggja bestu upplifun fyrir viðskiptavini okkar.

Greiðsluvél frá Kvasir lausnum fyrir bílastæði

Notendavænar og einfaldar: Greiðsluvélar okkar eru hannaðar með notandann í huga. Með því að einfalda ferlið við að greiða fyrir þjónustu, geta viðskiptavinir borgað fyrir bílastæði, aðgengi að svæðum eða öðrum þjónustum á auðveldan og hraðan hátt.


Öruggar greiðslur:  Vélarnar eru útbúnar með háþróaðri tækni sem tryggir örugga og skilvirka greiðslufærslu.


Lokað ferli og sjálfvirkni: Allar greiðslur fara fram í lokuðu og öruggu ferli. Með nýjustu tækni tryggjum við að viðskiptavinir fái hraðar og öruggar greiðslur, auk þess sem ferlið er sjálfvirkt og fer fram án þess að þurfa mannlega íhlutun.


Hannað og smíðað á Íslandi: Vélin er hönnuð og smíðuð með það í huga að veita sem bestan stuðning við íslenskar aðstæður og þola íslenskt veðurfar. Við leggjum mikla áherslu á að þróa lausnir sem henta okkar markaði og tryggja hámarks árangur með notandann í huga.


Tækniframfarir og Hagnýting: Vélarnar eru útbúnar nýjustu tækni, fullkomnum snertiskjá, posa frá Verifone.


Klæðning: Álklæðning greiðsluvélanna kemur frá Idex sem sker út með "cnc router" nánast upp á millimeter. Sem hluti af hönnuninni er P-merki skorið út í klæðninguna og upplýst með ljósgjafa, sem gefur vélinni fágað og nútímalegt yfirbragð.

8. júlí 2025
Nýtt og glæsilegt kennileiti, verslunar- og skrifstofuhúsnæðið D30, hefur nú risið við Dalveg í Kópavogi. Húsið, sem er afrakstur metnaðarfulls samstarfs þar sem Iþaka fór fremst í flokki við byggingu þess, hýsir fjölda fyrirtækja með mismunandi þarfir. Til að tryggja örugga og skilvirka lausn fyrir aðgangsstýringu að
Loftmynd af Kirkjusandi í Reykjavík.
8. júlí 2025
Kvasir Lausnir fagna enn einum stórum áfanga en Checkit bílastæðakerfið okkar hefur nú verið tekið í notkun í hinum glæsilega bílakjallara að Kirkjusandi. Um er að ræða einn stærsta og veglegasta bílakjallara landsins þar sem vandaður frágangur og hönnun eru í fyrirrúmi. Við erum stolt af því að bjóða notendum á svæðinu upp á fullkomna og notendavæna bílastæðalausn sem fellur vel að þessu metnaðarfulla umhverfi.
Greðsluvél fyrir bílastæði
9. maí 2025
Travelers and locals visiting popular attractions in Iceland can now pay for parking at Checkit-managed sites through multiple convenient methods. These include online payments, on-site kiosks, and direct assistance via email.
Fleiri fréttir