Nýjar greiðsluvélar
Við hjá Kvasir Lausnum erum mjög spennt fyrir nýju greiðsluvélunum sem við höfum þróað og sett á markað. Þessar vélar eru hannaðar og smíðaðar hér á Íslandi og eru bæði fullkomnar og mjög einfaldar í notkun, til að tryggja bestu upplifun fyrir viðskiptavini okkar.

Notendavænar og einfaldar: Greiðsluvélar okkar eru hannaðar með notandann í huga. Með því að einfalda ferlið við að greiða fyrir þjónustu, geta viðskiptavinir borgað fyrir bílastæði, aðgengi að svæðum eða öðrum þjónustum á auðveldan og hraðan hátt.
Öruggar greiðslur: Vélarnar eru útbúnar með háþróaðri tækni sem tryggir örugga og skilvirka greiðslufærslu.
Lokað ferli og sjálfvirkni: Allar greiðslur fara fram í lokuðu og öruggu ferli. Með nýjustu tækni tryggjum við að viðskiptavinir fái hraðar og öruggar greiðslur, auk þess sem ferlið er sjálfvirkt og fer fram án þess að þurfa mannlega íhlutun.
Hannað og smíðað á Íslandi: Vélin er hönnuð og smíðuð með það í huga að veita sem bestan stuðning við íslenskar aðstæður og þola íslenskt veðurfar. Við leggjum mikla áherslu á að þróa lausnir sem henta okkar markaði og tryggja hámarks árangur með notandann í huga.
Tækniframfarir og Hagnýting: Vélarnar eru útbúnar nýjustu tækni, fullkomnum snertiskjá, posa frá Verifone.
Klæðning: Álklæðning greiðsluvélanna kemur frá Idex sem sker út með "cnc router" nánast upp á millimeter. Sem hluti af hönnuninni er P-merki skorið út í klæðninguna og upplýst með ljósgjafa, sem gefur vélinni fágað og nútímalegt yfirbragð.

