Kirkjusandur

Kvasir lausnir

Kvasir Lausnir fagna enn einum stórum áfanga en Checkit bílastæðakerfið okkar hefur nú verið tekið í notkun í hinum glæsilega bílakjallara að Kirkjusandi. Um er að ræða einn stærsta og veglegasta bílakjallara landsins þar sem vandaður frágangur og hönnun eru í fyrirrúmi. Við erum stolt af því að bjóða notendum á svæðinu upp á fullkomna og notendavæna bílastæðalausn sem fellur vel að þessu metnaðarfulla umhverfi.

Innleiðing Checkit kerfisins á Kirkjusandi tryggir skilvirka og þægilega upplifun fyrir alla notendur, hvort sem um ræðir íbúa, starfsfólk fyrirtækja eða gesti.


Fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu býður kerfið upp á einfaldar áskriftarleiðir. Í gegnum aðgangsstýrt stjórnborð geta notendur á auðveldan hátt skráð bíla sína og haft fulla yfirsýn yfir sína þjónustu. Þessi sveigjanleiki tryggir einfalda umsýslu og þægindi fyrir bæði einstaklinga og rekstraraðila á svæðinu.

Hugsað hefur verið fyrir öllum smáatriðum til að þjónustan sé sem aðgengilegust. Fyrir gesti hafa verið settar upp nýjar og sérsmíðaðar greiðsluvélar sem hannaðar voru með það fyrir augum að falla fullkomlega að nútímalegri og vandaðri hönnun bílakjallarans. Auk þess geta gestir nýtt sér hina vinsælu og einföldu lausn að greiða fyrir bílastæðið í gegnum EasyPark appið í símanum.


Við hjá Kvasir Lausnum erum afar ánægð með samstarfið og hlökkum til að þjónusta notendur á Kirkjusandi með þeirri framúrskarandi tækni og þjónustu sem einkennir Checkit bílastæðakerfið.

8. júlí 2025
Nýtt og glæsilegt kennileiti, verslunar- og skrifstofuhúsnæðið D30, hefur nú risið við Dalveg í Kópavogi. Húsið, sem er afrakstur metnaðarfulls samstarfs þar sem Iþaka fór fremst í flokki við byggingu þess, hýsir fjölda fyrirtækja með mismunandi þarfir. Til að tryggja örugga og skilvirka lausn fyrir aðgangsstýringu að
Söluturn með skjá og bókstafnum p á honum
8. júlí 2025
Við hjá Kvasir Lausnum erum mjög spennt fyrir nýju greiðsluvélunum sem við höfum þróað og sett á markað. Þessar vélar eru hannaðar og smíðaðar hér á Íslandi og eru bæði fullkomnar og mjög einfaldar í notkun, til að tryggja bestu upplifun fyrir viðskiptavini okkar.
Greðsluvél fyrir bílastæði
9. maí 2025
Travelers and locals visiting popular attractions in Iceland can now pay for parking at Checkit-managed sites through multiple convenient methods. These include online payments, on-site kiosks, and direct assistance via email.
Fleiri fréttir