Hengifoss
Kvasir lausnir
Kvasir hafa lokið uppsetningu á sjálfvirku bílastæðakerfi við Hengifoss.

Hengifoss í Fljótsdal er einn af þekktari áfangastöðum Austurlands og einn hæsti foss landsins. Byggt hefur verið glæsileg þjónustumiðstöð þar sem er góð gönguleið að fossinum.
Við göngustíg meðfram þjónustumiðstöð er greiðsluvél með posa klædd til að falla inn í umhverfið. En einnig er hægt að greiða fyrir heimsóknir á vefnum checkit.is
Settar voru upp tvær myndavélar við inn- og útkeyrslu á bílastæðinu sem sjá um bílanúmeragreiningu.


19. maí 2023
Kvasir hafa lokið uppsetningu á sjálfvirku bílastæðakerfi við selaströndina á Ytri-Tungu í samvinnu við Lukkutanga ehf. Góður undirbúningur var í verkinu og því gekk uppsetning vel og tók aðeins hluta úr degi. Settar voru upp tvær myndavélar sem sjá um bílanúmeragreiningu ásamt greiðsluvél. En einnig er hægt að greiða fyrir heimsóknir á vefnum checkit.is Hægt að sjá nánar um ströndina hjá Guide to Iceland