Hengifoss
Kvasir lausnir
Kvasir hafa lokið uppsetningu á sjálfvirku bílastæðakerfi við Hengifoss.
Hengifoss í Fljótsdal er einn af þekktari áfangastöðum Austurlands og einn hæsti foss landsins. Byggt hefur verið glæsileg þjónustumiðstöð þar sem er góð gönguleið að fossinum.
Við göngustíg meðfram þjónustumiðstöð er greiðsluvél með posa klædd til að falla inn í umhverfið. En einnig er hægt að greiða fyrir heimsóknir á vefnum checkit.is
Settar voru upp tvær myndavélar við inn- og útkeyrslu á bílastæðinu sem sjá um bílanúmeragreiningu.


27. ágúst 2025
Höfðatorg er ein af umferðarþyngstu og fjölbreyttustu svæðum Reykjavíkur sem hýsir bæði stórar skrifstofubyggingar, verslanir, veitingastaði og ýmsa aðra þjónustu. Af þeim sökum er mikilvægt að tryggja bæði skilvirkt og auðvelt aðgengi að bílastæðum fyrir þá sem nýta svæðið. Við hjá Kvasir Lausnum erum stolt af því að vera að vinna að innleiðingu nýs sjálfvirks bílastæðakerfis á Höfðatorgi sem mun bæta notendaupplifun og auka skilvirkni á svæðinu. Bílastæðahúsið notast við númeraplötulesara (ANPR) til að stýra aðgengi að bílastæðunum. Þetta þýðir að þegar bíll keyrir inn í bílastæðakjallarann, verður númeraplata hans skráð sjálfkrafa. Fyrirtæki verða með úthlutaðan bílastæðakvóta en fyrir umferð utan kvóta eða almenna umferð er hægt að greiða í þar til gerðum greiðsluvélum sem verða á svæðinu. Ef ekki verður greitt á staðnum þá sendist bílastæðagjald auk seðilgjalds í heimabanka eiganda bílsins. Með þessu nýja kerfi sem verður þjónustað af Checkit verða bílastæðin úthlutuð hratt og ökumenn aðgengi að bílastæðum mjög skilvirkt. Við höfum hannað kerfið með það í huga að auka flæði bíla á svæðinu og bæta þjónustuna fyrir alla sem nýta Höfðatorg. Engar tafir, engin biðröð og engin sekt. Aukalega höfum við samþætt greiðsluþjónustur frá EasyPark, sem gera það auðvelt fyrir ökumenn að greiða fyrir bílastæði beint í gegnum snjallforrit á símanum sínum og bæta þannig í fjölbreytileika leiða til að greiða. Fyrirhugað er að innleiða vefapp þar sem boðið verður að greiða fyrir stæði með QR kóða. Sjálfvirka kerfið tryggir einnig aukið öryggi fyrir alla notendur. Með nákvæmri skráningu á bílnúmerum og sjálfvirkri úthlutun bílastæða er auðveldara að fylgjast með nýtingu bílastæðanna og tryggja að þau séu nýtt á sem bestan hátt. Við erum spennt fyrir því sem þetta kerfi mun skila og hlökkum til að sjá breytingarnar sem það mun færa með sér fyrir notendur bílastæðanna á Höfðatorgi!

8. júlí 2025
Nýtt og glæsilegt kennileiti, verslunar- og skrifstofuhúsnæðið D30, hefur nú risið við Dalveg í Kópavogi. Húsið, sem er afrakstur metnaðarfulls samstarfs þar sem Iþaka fór fremst í flokki við byggingu þess, hýsir fjölda fyrirtækja með mismunandi þarfir. Til að tryggja örugga og skilvirka lausn fyrir aðgangsstýringu að

