Selaströndin Ytri-Tunga

Kvasir lausnir

Við Ytri-Tungu á Snæfellsnesi er fjara sem er ólík mörgum öðrum hér á landi. Gylltur sandur og nánast öruggt að hægt er að sjá seli. Hægt að sjá meira á Tripadvisor um þessa skemmtilegur strönd.

Þessi vinsæli staður fær mikið af heimsóknum og til að standa straum að viðhaldi og uppbyggingu á bílastæði er hóflegt þjónustugjald komið á. Það er sönn ánægða hjá okkur sem standa að Kvasir að kerfið okkar sé á þessum frábæra stað. Með dagsferð á Snæfellsnesið frá Reykjavík er hægt að sjá marga ólíka hluti á einum degi.


Tvær myndavélar frá samstarfsaðila okkar Survision mynda alla umferð sem kemur niður á strönd og einnig þá sem kveðja. Greining á bílnúmeri gerir það að verkum að hægt er að greiða fyrir heimsókn í greiðsluvél við bílastæði eða á netinu á checkit.is.


Bílastæðið við Ytri Tungu er að sjálfsögðu tengt við Rental Relay kerfið, en Rental Relay kerfið er samstarfsverkefni Stefnu, Höldurs og Ferðamálastofu. Með því fá bílaleigur rukkun beint inn í kerfið sitt sem auðveldar þeim að ná til viðskiptavinar og fækkar handtökum.


Lukkutangi ehf er eingarhaldsfélag landeigenda Ytri-Tungu og Grenhóls sem eiga landið þar sem " Selafjaran við Ytri-Tungu" er og selirnir liggja all árið, Lukkutangi heldur utan um uppbyggingu og viðhald á því svæði sem ferðamennirnir fara um. Við hjá Lukkutanga ehf. kynntum okkur sambærileg verkefni áður en við lögðum í þessa vegferð, það var samdóma álit allra þeirra sem notuðu kerfi frá Kvösum að þar væri traustir aðilar og vandvirkir. Það var því auðveld ákvörðun hjá okkur að semja við Kvasir um greiningarkerfi fyrir bílastæðagjaldið hjá okkur.

Þorgrímur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lukkutanga ehf.

9. ágúst 2024
Kvasir hafa lokið uppsetningu á sjálfvirku bílastæðakerfi við Hengifoss.
26. júlí 2024
Kvasir hafa lokið uppsetningu á sjálfvirku bílastæðakerfi við Seljalandsfoss.
19. maí 2023
Kvasir hafa lokið uppsetningu á sjálfvirku bílastæðakerfi við selaströndina á Ytri-Tungu í samvinnu við Lukkutanga ehf. Góður undirbúningur var í verkinu og því gekk uppsetning vel og tók aðeins hluta úr degi. Settar voru upp tvær myndavélar sem sjá um bílanúmeragreiningu ásamt greiðsluvél. En einnig er hægt að greiða fyrir heimsóknir á vefnum checkit.is Hægt að sjá nánar um ströndina hjá Guide to Iceland
Fleiri fréttir